Fundarhöld í uppnámi vegna Covid

Frá síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, sem fram fór árið 2018
Frá síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, sem fram fór árið 2018 mbl.is/Árni Sæberg

Fresta hefur þurft landsfundi sjálfstæðismanna í tvígang vegna Covid-19, að sögn Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins.

„Það var stefnt á að halda hann í vor en honum var slegið á frest. Nú er búið að færa hann yfir á 27. ágúst en það er allt saman bara óvíst,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurður segir Þórður ekki búið að taka ákvörðun um það hvort fundinum verði frestað aftur eða hvort hann verði með breyttu sniði í ár. „Þetta er svo nýskeð allt saman að það hefur engin umræða farið fram um það hvaða möguleikar eru í stöðunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert