Mikil vonbrigði en ekkert annað í stöðunni

Haffi Haff og Svala Björgvins voru meðal þeirra listamanna sem …
Haffi Haff og Svala Björgvins voru meðal þeirra listamanna sem stigu á svið á Húsavík um helgina. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Nú hef­ur öll­um tón­list­ar­hátíðum um versl­un­ar­manna­helg­ina verið af­lýst eða frestað eft­ir að stjórn­völd hertu á ný sótt­varnaaðgerðir inn­an­lands til þess að sporna við dreif­ingu Delta-af­brigðsins svo­kallaða. Þetta eru mik­il von­brigði fyr­ir land­ann og skipu­leggj­end­ur hátíðar­hald­anna, en eins og marg­ir héldu þeir að nú loks­ins vær­um við kom­in yfir þenn­an „kór­ónu­hól“. Enn er óljóst hver ör­lög Þjóðhátíðar í Eyj­um eru en for­svars­menn henn­ar segja að henni verði frestað til seinni tíma. Kot­móti Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar hef­ur verið af­lýst og einnig er búið að af­lýsa Síld­ar­æv­in­týr­inu á Sigluf­irði.

Ásgeir Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Inni­púk­ans, seg­ir mik­il von­brigði að hafa þurft að af­lýsa hátíðinni annað árið í röð, en Inni­púk­inn er tón­list­ar­hátíð hald­in í Reykja­vík á hverju ári. „Maður tek­ur þetta á kass­ann eins og allt annað.“

Ásgeir bæt­ir við að fólk fái end­ur­greitt sem hafði borgað miðana. „Það fá all­ir fjór­tán daga til þess að sækja sína end­ur­greiðslu sem all­ir eiga rétt á og af­gang­ur­inn fer til þeirra lista­manna sem áttu að koma fram á hátíðinni,“ seg­ir hann.

Ásgeir seg­ir það óljóst hvert tekjutapið verður en síðustu daga hafa þeir reynt að tak­marka skaðann.

„Inni­púk­inn er ekki hagnaðardrif­in hátíð. Við reyn­um að hafa kostnaðinn lít­inn og eyðum í raun ekki stór­um fjár­hæðum þannig að þetta er ekki endi­lega mikið högg á okk­ur skipu­leggj­end­ur. Við finn­um mikið til með tón­listar­fólk­inu okk­ar sem miss­ir að ein­hverju leyti sitt lifi­brauð aft­ur.“

Taka þetta á bring­una

Davíð Rún­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Viðburðastofu Norður­lands, tek­ur í sama streng og Ásgeir og seg­ir mik­il von­brigði að það hafi þurft að af­lýsa bæj­ar­hátíð Ak­ur­eyr­inga; Einni með öllu.

„Ég held að all­ir skilji þetta vel. Það sýn­ist okk­ur og þau skila­boð sem við höf­um fengið er að fólk tel­ur þetta mjög skyn­sam­legt. Það er í raun­inni ekk­ert annað í stöðunni og ekk­ert sem við get­um gert nema að brosa og taka þetta á bring­una,“ seg­ir hann.

Davíð seg­ir að þótt hátíðinni hafi verið af­lýst bú­ist hann við að marg­ir sæki bæ­inn heim vegna blíðviðris sem á að vera um versl­un­ar­manna­helg­ina á Ak­ur­eyri, sam­kvæmt veður­spá. „Sem bet­ur fer er góð veður­spá og við ger­um ráð fyr­ir að fólk komi samt.“ Davíð seg­ir að auðvitað hafi þetta mik­il áhrif, sér­stak­lega á þá tón­list­ar­menn sem áttu að stíga á stokk um helg­ina. „Þetta er mikið tekjutap fyr­ir alla, það er eng­inn að fá neitt því miður, það fær eng­inn tón­list­armaður borgað.“

Útihátíðin Bræðslan var hald­in með pompi og prakt á Borg­ar­f­irði eystri um helg­ina. Áskell Heiðar Ásgeirs­son, einn for­svars­manna Bræðslunn­ar, seg­ir hátíðina hafa gengið eins og í sögu.

„Stemn­ing­in var al­gjör­lega frá­bær, svona hátíðir standa alltaf og falla með veðrinu. En við unn­um í veður­lottó­inu enn eina ferðina og höf­um sem bet­ur fer oft­ast gert. Hér var fólk í al­sælu, í ynd­is­legri nátt­úru, í ynd­is­legu veðri með frá­bæra tónlist, þannig að þetta fór allt sam­an af­skap­lega vel fram.“

Áskell seg­ir aðsókn­ina hafa verið góða þrátt fyr­ir yf­ir­vof­andi inn­an­landsaðgerðir. „Við höf­um venju­lega verið að klára um miðnætti en við flýtt­um dag­skránni um klukku­tíma og það voru all­ir komn­ir út vel fyr­ir miðnætti.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert