Rúmum á gjörgæslu fækkað

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Gjörgæslurýmum á Landspítalanum hefur fækkað til muna í sumar og sem stendur eru aðeins tíu rými opin.

Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir þetta ekki óeðlilegt en margir starfsmenn spítalans eru nú í sumarleyfi og erfitt sé að fá afleysingar á gjörgæslu.

„Ef við sjáum fjölgun innlagna á gjörgæslu vegna Covid þá opnum við fleiri rými. Ef það verður mikið álag á spítalann þá þyrftum við að kalla fólk inn úr sumarleyfum og leita í bakvarðalista og annað slíkt, sem við höfum gert í fyrri bylgjum. En við erum að reyna á meðan það er ekki nauðsyn að leyfa fólki að vera í sumarfríi. Fólkið okkar er búið að standa langa vakt og er þreytt.“

Sigríður segir í Morgunblaðinu í dag ekkert benda til þess að innlagnir á gjörgæslu séu að fara að aukast, en það eigi eftir að koma í ljós þegar á líður á þessa bylgju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert