Þristur í vísindarannsóknum á Reykjavíkurflugvelli

Þristurinn C-GGSU á Reykjavíkurflugvelli um helgina.
Þristurinn C-GGSU á Reykjavíkurflugvelli um helgina. Mbl.is/Björn Jóhann

Þristur á vegum jarðvísindafyrirtækisins GCC sást á Reykjavíkurflugvelli um helgina, en vélin flaug af landi brott í dag. Tómas Dagur Helgason, flugmaður og formaður Þrista­vina­fé­lags­ins, segir að líklega hafa vélin stoppað hér á leið sinni á norðurheimskautið til þess að mæla þykkt íssins á þeim slóðum.

„Vélin var alveg örugglega ekki hér í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Ég get ekki fullyrt hvað þessi vél var að gera hérna en þessi gerð hefur sést hér á leið sinni á íshelluna á norðurheimskautinu.“

Tómas Dagur nefnir að búið sé að breyta þristinum en hann er með túrbínuvél en ekki upprunalegu vélarnar. „Það er ekki alvöruhljóð í henni fyrir okkur „þristakarlana“,“ segir Tómas Dagur kíminn. 

Flugvélin ber nafnið C-GGSU og var smíðuð í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1944 fyrir bandaríska herinn. Árið 2012 var henni síðan breytt til þess að sinna vísindastarfi. Hér má lesa nánar um vélina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert