Ung börn að leik á hrauninu

Eitt barnanna að leik á hrauninu.
Eitt barnanna að leik á hrauninu. Ljósmynd/Sverrir Kristfinnsson

Ung börn sáust að leik ofan á Fagradalshrauni um helgina. Sjónarvottur segir foreldra barnanna, sem eru erlendir ferðamenn, ekki hafa brugðist vel við þegar hann gerði athugasemd við leik barnanna. 

„Bæði börnin voru uppi á hrauninu um tíma eins og þetta væri leikvöllur og foreldrarnir skemmtu sér við að horfa á þau leika sér, þarna vottaði líka fyrir gasmengun,“ segir Sverrir Kristfinnsson sem var á svæðinu. 

Um helgina sást einnig ungt par gangandi á hrauninu með ungbarn á bakinu. 

Foreldrarnir kipptu sér ekki upp við leikstað barnanna að sögn …
Foreldrarnir kipptu sér ekki upp við leikstað barnanna að sögn sjónarvottar. Ljósmynd/Sverrir Kristfinnsson

Lög­regl­an á Suður­nesj­um og björg­un­ar­sveit­ir á svæðinu hafa ít­rekað varað við því að gengið sé á hraun­inu því það sé lífs­hættu­legt. Rauðgló­andi hraun kunni að leyn­ast und­ir þunnu lagi storknaðs hrauns.

„Ekki þarf að fjöl­yrða um hversu hættu­legt at­hæfi þetta er. Al­gjör­lega er óvíst hvort ný­storknað yf­ir­borð hrauns haldi og und­ir því get­ur verið rauðgló­andi kvika. Þá er rétt að benda á að fólk er með þessu að setja björg­un­araðila í al­gjör­lega von­lausa stöðu fari hlut­irn­ir á versta veg,“ sagði Lög­regl­an á Suður­nesj­um í færslu um hraun­göngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka