Nýju söluhúsin loksins í fulla notkun

Ægisgarður. Hin nýju söluhús setja óneitanlega mikinn svip á Gömlu …
Ægisgarður. Hin nýju söluhús setja óneitanlega mikinn svip á Gömlu höfnina í Reykjavík. Það er mikill munur frá fyrri tímum þegar skúrar og ósamstæð smáhýsi voru á Ægisgarðinum. mbl.is/sisi

Ægisgarður í Gömlu höfninni í Reykjavík hefur heldur betur lifnað við með fjölgun erlendra ferðamanna. Hvalaskoðunarfyrirtækin í borginni eru komin í fullan rekstur eftir mikla lægð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Nýju söluhúsin við garðinn eru nú loks komin í fulla notkun. Gamlir skúrar, sem áður voru á svæðinu, eru á bak og burt.

Sex af sjö sjö húsum eru nú þegar í útleigu. Fyrirtækin sem leigja húsin eru Sea Trips, Elding, Sea Safari, Sérferðir, Lundey, Katla og Snekkjan. Þau bjóða upp á hvala- og lundaskoðunarferðir og aðrar slíkar ferðir, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2019 að taka tilboði E. Sigurðssonar í smíði húsanna. Tilboðsupphæð var 398,6 milljónir króna með virðisaukaskatti. Framkvæmdir hófust vorið 2019 og þeim lauk í árslok 2020. Upphæðin hækkaði lítillega vegna aukaverka, sem ákveðið var að framkvæma. Annar kostnaður var um 50 milljónir og var stærsti liðurinn hönnun og ráðgjöf. Heildarkostnaður við verkið var tæpar 417 milljónir, án vsk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert