Of seint að stöðva tökur á Top Gear

Hjörleifshöfði.
Hjörleifshöfði. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Það er al­veg skýrt að það er ekki hlut­verk land­eig­anda að veita heim­ild til akst­urs utan vega á sínu landi vegna kvik­mynda­töku. Þetta er ekki hans hlut­verk held­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar,“ seg­ir Daní­el Freyr Jóns­son, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að kvik­mynda­tök­ur fyr­ir breska þátt­inn Top Gear færu fram í dag við Hjör­leifs­höfða þar sem tek­in yrði upp sand­spyrna.

Að sögn Guðmund­ar Gísla­son­ar, tökustaðastjóra fyr­ir True North-fram­leiðslu­fyr­ir­tækið sem sér um verk­efnið, er fyr­ir­tækið með leigu­samn­ing við land­eig­anda.

„Í þeim samn­ingi er al­veg skýrt hvernig eigi að ganga frá land­inu og afmá þau um­merki sem urðu við kvik­mynda­tök­urn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Guðmund­ur seg­ir True North vera í sam­bandi við Um­hverf­is­stofn­un varðandi verk­efnið en Daní­el Freyr neit­ar því.

Umhverfisstofnun mætti á vettvang eftir ábendingu um verkefnið.
Um­hverf­is­stofn­un mætti á vett­vang eft­ir ábend­ingu um verk­efnið. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Hefðu gripið fyrr inn í tök­urn­ar

„Verk­efnið var ekki í neinu sam­ráði við okk­ur en við send­um land­vörð og lög­reglu á svæðið í kjöl­far ábend­ing­ar um sand­spyrn­una í morg­un,“ seg­ir Daní­el Freyr og bæt­ir við að stofn­un­in hefði gripið inn í tök­urn­ar hefði hún vitað af þeim fyrr.

„Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið ætl­ar að klára tök­urn­ar en það er án leyf­is Um­hverf­is­stofn­unn­ar. Land­vörður ræddi við hóp­inn og við mun­um ganga úr skugga um að þetta verði allt afmáð að tök­um lokn­um,“ seg­ir Daní­el Freyr og nefn­ir að Um­hverf­is­stofn­un muni taka svæðið út.

„Við höf­um heim­ild til þess að stoppa tök­ur en ætl­um ekki að gera það af því að raskið er nú þegar orðið og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið full­viss­ar okk­ur um að það verði afmáð.“

Guðmund­ur legg­ur áherslu á að stefna True North sé alltaf að ganga vel um landið.

„Meg­in­stefna okk­ar er að þar sem við erum með eitt­hvert rask utan vega, þá göng­um við alltaf frá og kapp­kost­um  að skila land­inu í sama formi eða betra en þegar við kom­um að því. Við höf­um margoft unnið á þessu svæði og víðar um landið og alltaf kapp­kostað að vinna náið með Um­hverf­is­stofn­un, þjóðgörðum og land­eig­end­um um allt land.“

Aug­lýstu spyrn­una í leyf­is­leysi

„Það var mjög óheppi­legt að Kvart­mílu­klúbbur­inn skyldi senda eitt­hvað frá sér inn á sam­fé­lags­miðla,“ seg­ir Guðmund­ur og legg­ur áherslu á að ein­ung­is sé verið að sviðsetja atriði sand­spyrnu. „Það er eng­in keppni eða neitt svo­leiðis,“ seg­ir hann og nefn­ir að eng­inn tíma­taka sé eða eig­in­leg­ur sig­ur­veg­ari.

Kvart­mílu­klúbbur­inn boðaði til sand­spyrnu á face­booksíðu sinni og aug­lýsti eft­ir þátt­tak­end­um. „Þeir settu þetta inn á sam­fé­lags­miðla að okk­ur for­sp­urðum og höfðu ekki fengið leyfi fyr­ir því. Það rík­ir alltaf þagn­ar­skylda í kring­um þessi verk­efni,“ seg­ir Guðmund­ur.

Viðburður Kvartmíluklúbbsins á Facebook.
Viðburður Kvart­mílu­klúbbs­ins á Face­book. Skjá­skot af Face­book.

Um­deild áform um gjald­töku

Daní­el Freyr nefn­ir að sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um sé það ein­ung­is Um­hverf­is­stofn­un sem get­ur heim­ilað ut­an­vega­akst­ur.

„Slík leyfi þarf því alltaf í svona verk­efn­um, óháð því hvort aka þurfi um svarta sanda eða gró­in svæði. Við setj­um líka ávallt strang­ar kröf­ur um að öll um­merki séu afmáð þegar svo ber und­ir. Leyf­in eru einnig yf­ir­leitt skil­yrt þannig að akstri utan vega sé haldið í lág­marki, til dæm­is af­markaðar öku­leiðir eða bíla­stæði, til að tak­marka hættu á óþarfa raski sem fylg­ir óþarf­lega mörg­um bíl­ferðum.“

Daní­el Freyr nefn­ir að sér hafi borist sím­tal frá ferðaþjón­ust­unni í kjöl­far frétt­ar mbl.is þar sem sett er spurn­ing­ar­merki við það að land­eig­andi Hjör­leifs­höfðajarðar, sem var með áform um gjald­skyldu á fyr­ir­tækj­um til þess að tak­marka um­ferð á svæðinu og stöðva ut­an­vega­akst­ur, heim­ili aft­ur á móti verk­efni eins og tök­ur fyr­ir Top Gear.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka