Smíði skrifstofubyggingar Alþingis miðar vel

Smíði skrifstofubyggingar Alþingis miðar vel.
Smíði skrifstofubyggingar Alþingis miðar vel. mbl.is/Steinþór Guðbjartsson

Góður gangur hefur verið í vinnu við uppsteypu nýrrar fimm hæða skrifstofubyggingar á alþingisreitnum.

Fyrsta steypan rann í grunninn 11. desember í fyrra og nú er svo komið að byggingin er komin upp fyrir yfirborð jarðar. Gert er ráð fyrir að samtals þurfi 4.485 rúmmetra af steypu í bygginguna svo enn er mikið verk fyrir höndum.

Starfsmenn ÞG verktaka vinna verkið. Húsið á að verða tilbúið til notkunar í lok apríl 2023. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert