Þorskafjörður þveraður með nýrri brú

Áætlað er að smíði brúar og frágangi við hana verði …
Áætlað er að smíði brúar og frágangi við hana verði lokið í lok september 2022. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar á sunnanverðum Vestfjörðum standa nú yfir á fullu. Unnið er við að fergja botn fjarðarsins, sem er mikil vinna.

Suðurverk er aðalverktakinn en tilboð þeirra upp á rúma tvo milljarða króna var lægst í útboði Vegagerðarinnar.

Um er að ræða 2,7 km langan kafla yfir fjörðinn og um Gufudalssveit. Stór hluti verksins er smíði nýrrar brúar, sem verður 260 metra löng og tvíbreið að sjálfsögðu. Liggur nýi vegurinn frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum. Mun þessi framkvæmd stytta Vestfjarðaveginn um níu kílómetra. Suðurverk áætlar að efnisöflun í veginn sé um 350 þúsund rúmmetrar.

Áætlað er að smíði brúar og frágangi við hana verði lokið í lok september á næsta ári. Verkinu öllu á síðan að ljúka í júní 2024.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert