John Snorri Sigurjónsson og Ali Sadpara náðu á topp pakistanska tindsins K2 áður en þeir létust á leiðinni niður af tindinum í febrúar síðastliðnum. Frá þessu greinir minningareikningur um Sadpara á Twitter, sem sonur hans og fleiri halda úti.
Lík Johns Snorra, Alis og Juans Pablos Mohr fundust á tindinum fyrr í vikunni, rétt ofan við flöskuhálsinn svokallaða.
Í færslunni segir að Sajid Sadpara, sonur Alis, hafi komið líkunum á öruggan stað. Ekki sé hægt að sækja líkin strax en stefnt sé að því að gera það síðar þegar öryggi er meira.
Í færslunni kemur einnig fram að staðsetning kaðla og annars búnaðar staðfesti að þremenningarnir hafi náð á topp K2 en króknað úr kulda á leið sinni niður. Fjölskylda Johns Snorra hafði áður sagt í yfirlýsingu að vísbendingar væru um að mennirnir hefðu náð á toppinn.
Sajid Sadpara is securing the bodies of fallen climbers to a safe place. At the moment, immediate retrieval efforts can harm the bodies as well as pose great risks to people involved. A consensual course of action will be made for final retrieval. We are proud of Sajid & team 1/2 pic.twitter.com/ub2uFuUd0R
— Team Ali Sadpara (@ali_sadpara) July 28, 2021