Janssen-þegar fái örvunarskammt í ágúst

Frá upplýsingafundi almannavarna.
Frá upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir

Þeir sem bólu­sett­ir voru með bólu­efni Jans­sen og hafa ekki sögu um fyrri Covid-sýk­ingu munu geta fengið örvun­ar­skammt með bólu­efni Moderna eða Pfizer í þriðju viku ág­úst­mánaðar, ekki í næstu viku eins og fram kom á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag.

Alma Möller land­lækn­ir sagði á fund­in­um að álagið á heil­brigðis­kerfið væri mikið og biðlaði hún til heil­brigðis­starfs­fólks að skrá sig í bakv­arðasveit. Nú hef­ur einnig verið opnað fyr­ir skrán­ingu annarra en heil­brigðis­starfs­fólks í bakv­arðasveit.

Vegna mik­illa anna leit­ar Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins nú eft­ir aðstoð við sýna­töku þar sem ekki verður kraf­ist mennt­un­ar á sviði heil­brigðisþjón­ustu. 

Áfram þurfi skjald­borg

Alma sagði að smitrakn­ing hafi verið flók­in und­an­farið og hvet­ur hún fólk til þess að upp­færa rakn­ing­arappið í sím­um sín­um til að auðvelda smitrakn­ingu.

Þá biðlaði hún til fólks að virða óviss­una og fara var­lega. Áfram þurfi að slá skjald­borg um viðkvæma hópa og sinna ein­stak­lings­bundn­um smit­vörn­um. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert