Óska eftir aðstoð við sýnatökur

Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Röð í sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Unnur Karen

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins ósk­ar eft­ir liðsinni fólks sem get­ur aðstoðað við sýna­tök­ur á Kefla­vík­ur­flug­velli og á Suður­lands­braut 34 vegna mik­illa anna.

Ekki er gerð krafa um mennt­un á sviði heil­brigðis­vís­inda, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins ann­ast sýna­tök­ur hjá ein­stak­ling­um sem eru með ein­kenni sem geta bent til Covid-19 eða sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um sótt­varna­lækn­is auk sýna­töku vegna ferðalaga er­lend­is.

Viðkom­andi þarf að vera reiðubú­inn að koma tíma­bundið til starfa með skömm­um fyr­ir­vara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tíma­vinnu, eft­ir því sem aðstæður leyfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert