Lætur reyna á Covid-reglugerð

Farsóttarhús. Þétt bókað víða.
Farsóttarhús. Þétt bókað víða. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Rafn Líndal Björnsson, læknir í Noregi, ætlar að óska eftir því við lækna á Covid-göngudeild Landspítalans að einangrun sonar hans verði aflétt.

Sonurinn var settur í fjórtán daga einangrun vegna smits eftir komu til landsins en Rafn bendir á að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins ætti einangrunin í raun aðeins að vara í tíu daga þar sem drengurinn er einkennalaus og heilsuhraustur. Hann hefur nú verið í einangrun í ellefu daga.

Reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttkví og einangrun kveður á um að þeir sem smitist af Covid-19 fari í fjórtán daga einangrun en þar af þarf viðkomandi að vera einkennalaus í sjö daga.

Í fylgiskjali hennar stendur hins vegar að „almennt hraustir einstaklingar með engin eða væg einkenni geti útskrifast úr einangrun ef komnir eru að minnsta kosti 10 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni og þeir hafa verið alveg einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga“. Sonur Rafns er bæði heilsuhraustur og einkennalaus. Rafn hefur spurst fyrir um málið hjá heilbrigðisráðuneytinu en ekki fengið svör, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert