Loksins sól og blíða í borginni

Sólarstemning í Nauthólsvík í gær.
Sólarstemning í Nauthólsvík í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Sól og blíða var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hiti mældist hæst tuttugu stig í Reykjavík en var að jafnaði rétt undir tuttugu stigum frá hádegi.

Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins gerðu sér ferð á ylströndina í Nauthólsvík.

Veðrið hefur ekki verið með besta móti þetta sumarið og reyna því flestir að nýta sólina þegar hún þá lætur sjá sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert