Eldgos og faraldur við Þingeyraklaustur

Þingeyrar. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur að störfum.
Þingeyrar. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur að störfum. mbl.is/Sigurður Bogi

Fornleifafræðingar Háskóla Íslands hefjast handa við uppgröft Þingeyraklausturs að nýju eftir helgi. Þetta er í þriðja skipti sem þau fara norður á Þingeyrar að grafa upp en talið er að klaustrið sem þar stóð hafi verið eitt helsta klaustur landsins og vellauðugt.

„Okkur gengur mjög vel að aldursgreina,“ segir dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, en þau hafa undanfarið rannsakað frjókorn úr jarðveginum sem sýna fram á að alls konar ræktun hafi farið þar fram.

Þar að auki vinna þau náið með Íslenskri erfðagreiningu við DNA-rannsóknir á mannabeinum úr klaustrinu. „Þannig að tímabilin eru mjög skýr,“ segir Steinunn meðal annars í Morgunblaðinu í dag

„Þessi byrjunarrannsókn sem við erum að gera með frjókorn sýnir að það eru mjög skýrar breytingar. Bæði þegar klaustrið er stofnað og byrjað að reka það, þegar það endar og síðan þarna í kringum svartadauða,“ segir Steinunn. Þá hafi verið eldgos um svipað leyti og klaustrið var stofnað. „Það er gos í Heklu þarna 1104 sem hjálpar okkur,“ segir Steinunn en talið er að klaustrið hafi tekið til starfa árið 1112 og verið formlega sett 1133.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert