Mynduðu náttúruundrið í bak og fyrir

Ferðamennirnir hrifust mjög af því sem fyrir augu bar.
Ferðamennirnir hrifust mjög af því sem fyrir augu bar. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug ásamt erlendum ferðamönnum yfir eldgosið í Geldingadölum í gær og myndaði herlegheitin.

Ferðamennirnir hrifust mjög af því sem fyrir augu bar og voru bókstaflega í skýjunum. Þær mynduðu gosið í bak og fyrir og ætluðu sér þannig að taka minningar með sér heim.

Þær höfðu gert fleiri en eina tilraun til að komast í flug en það virðist þó ekki hafa sakað þar sem flugið sem þær, og ljósmyndari Morgunblaðsins, fóru í með Norðurflugi í gær stóðst allar væntingar og meira en það, að því er fram kemur í máli ogmyndum í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert