Elia Saikaly, kvikmyndagerðarmaðurinn sem ferðaðist með John Snorra og föruneyti á K2, birti færslu á Twitter þess efnis að tækjabúnaður, GoPro-myndavél og sími Johns Snorra hefði fundist á K2 í dag.
Búnaðurinn mun geta fært haldbæra sönnun fyrir því að John Snorri og Ali hafi náð toppi K2 en látist á leiðinni niður. Sajid Sadpara hefur áður fullyrt að faðir sinn hafi, ásamt John Snorra, náð á toppinn.
Elia segir enn fremur í færslu sinni að Sajid Sadpara, sonur Alis Sadpara sem lést er þeir klifu fjallið, muni skoða tækin vandlega í dag. Þá endar hann færsluna á spurningunni: „Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“
John Snorri’s Inreach, GoPro and mobile phone recovered from K2. Sajid Sadpara will be carefully examining the content of each device this morning.
— Elia Saikaly (@EliaSaikaly) July 31, 2021
Will we find evidence of a winter summit?#JohnSnorri #AliSadpara #JPMohr #SajidSadpara #K2 #Didtheysummit #K2TheCalling pic.twitter.com/1Rp1yIBPJr