Sími og tækjabúnaður John Snorra fundinn

Vonast er til þess að sönnun þess að Ali Sadpara …
Vonast er til þess að sönnun þess að Ali Sadpara og John Snorri hafi komist á topp K2 finnist í tækjabúnaði John Snorra. Ljómsynd/Aðsend

Elia Saikaly, kvikmyndagerðarmaðurinn sem ferðaðist með John Snorra og föruneyti á K2, birti færslu á Twitter þess efnis að tækjabúnaður, GoPro-myndavél og sími Johns Snorra hefði fundist á K2 í dag. 

Búnaðurinn mun geta fært haldbæra sönnun fyrir því að John Snorri og Ali hafi náð toppi K2 en látist á leiðinni niður. Sajid Sadpara hefur áður fullyrt að faðir sinn hafi, ásamt John Snorra, náð á toppinn.

Elia segir enn fremur í færslu sinni að Sajid Sadpara, sonur Alis Sadpara sem lést er þeir klifu fjallið, muni skoða tækin vandlega í dag. Þá endar hann færsluna á spurningunni: „Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert