Tilboð sem hljóðar upp á tvo milljarða hefur borist Ríkiskaupum vegna uppbyggingar snjóflóðavarna á Seyðisfirði, og er tilboðið vel undir kostnaðaráætlun, eða tæpum 100 milljónum.
Ríkiskaup opnuðu útboðið í vikunni en fyrir um mánuði var farið í útboð hvað varðar stálvirki eða grindurnar í snjóflóðavarnirnar.
Tilboð kom upp á 297 milljónir sem er 22 milljónum yfir kostnaðaráætlun Ríkiskaupa. Einnig er hafið 200 milljóna króna fornleifaverkefni sem var boðið út fyrr í sumar á Seyðisfirði.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri hjá Múlaþingi, þetta hafa verið gríðarlega langt ferli.