Björgvin Karl Guðmundsson vann 13. greinina af 15 alls á heimsleikunum í crossfit, sem fram fara í Bandaríkjunum.
Björgvin er því með 899 stig þegar tvær keppnisgreinar eru eftir og situr í fjórða sæti. Hann er eini íslenski keppandinn í karlaflokki á leikunum í ár.
Þrír íslenskir keppendur að auki keppa á leikunum, allir í kvennaflokki; Annie Mist Þórisdóttir er í fjórða sæti með 909 stig, Katrín Tanja Davíðsdóttir er ellefta með 776 stig og Þuríður Erla Helgadóttir er í fimmtánda með 643 stig.
Í karlaflokki leiðir Bandaríkjamaðurinn Justin Medeiros með 1.039 stig og í kvennaflokki leiðir hin ástralska Tia-Clair Toomey með 1.245 stig.