67 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands eftir sýnatöku gærdagsins. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 31 var í sóttkví við greiningu eða um 46%.
Alls eru nú 1.244 í einangrun og 2.155 í sóttkví. Fimmtán eru á sjúkrahúsi með veiruna, en þeir voru tólf í gær.
Í gær greindust 51 við einkennasýnatöku og 16 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Einn greindist á landamærunum.
Af þeim sme greindust í gær voru 50 fullbólusettir og 15 óbólusettir.
Smittölur, rétt eins og fjöldi sýna, í dag og gær voru talsvert lægri en í síðustu viku. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar, sagði í samtali við mbl.is í gær að viðbúið væri að færri sýni yrðu tekin yfir verslunarmannahelgina. Koma verður í ljós hvort bæði sýnum og smitum eigi eftir að fjölga eftir langa helgi.
Í gær voru 1.459 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir. 431 sýni voru tekin á landamærunum og 1.193 sýni voru tekin við einkennasýnatöku.
Í fyrradag höfðu 83 smit greinst þegar tölur voru uppfærðar. Nú liggur fyrir að 86 smit hafi greinst í fyrradag.
Fréttin hefur verið uppfærð.