Fimm lagðir inn á spítala í gær

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Fimm voru lagðir inn á spít­ala í gær vegna Covid-19. Þá út­skrifuðust tveir af spít­al­an­um. Þetta staðfest­ir starf­andi for­stjóri spít­al­ans, Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Alls liggja nú fimmtán manns á sjúkra­húsi vegna veirunn­ar.

All­ir fimm ein­stak­ling­arn­ir sem lagðir voru inn í gær þurftu á inn­lögn að halda vegna ein­kenna veirunn­ar. Þá eru tveir á gjör­gæslu. 

Bólu­setn­ing­arstaða þeirra ligg­ur ekki held­ur fyr­ir, en spít­al­inn kynnti nýtt verklag þess efn­is nú um dag­inn að ekki yrði upp­lýst um bólu­setn­ing­ar­stöðu stakra inn­lagna í senn.

Í gær voru tólf á spít­ala og þar af tveir á gjör­gæslu. Ekki hafa fleiri verið á spít­ala frá því 21. janú­ar, en þá lágu átján inni á spít­al­an­um. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert