Fimm lagðir inn á spítala í gær

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Fimm voru lagðir inn á spítala í gær vegna Covid-19. Þá útskrifuðust tveir af spítalanum. Þetta staðfestir starfandi forstjóri spítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir í samtali við mbl.is. Alls liggja nú fimmtán manns á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Allir fimm einstaklingarnir sem lagðir voru inn í gær þurftu á innlögn að halda vegna einkenna veirunnar. Þá eru tveir á gjörgæslu. 

Bólusetningarstaða þeirra liggur ekki heldur fyrir, en spítalinn kynnti nýtt verklag þess efnis nú um daginn að ekki yrði upplýst um bólusetningarstöðu stakra innlagna í senn.

Í gær voru tólf á spítala og þar af tveir á gjörgæslu. Ekki hafa fleiri verið á spítala frá því 21. janúar, en þá lágu átján inni á spítalanum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka