Segir ekki hægt að bregðast við örtröðinni

Margir þurfa að bíða lengi eftir því að komast út …
Margir þurfa að bíða lengi eftir því að komast út úr flugstöðinni við komu til landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­ur­geir Sig­munds­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Kefla­vík­ur­flug­velli, seg­ir ekki hægt að gera neitt til að bregðast við ör­tröðinni sem mynd­ast í komu­söl­um flug­vall­ar­ins.

Mik­ill fjöldi farþega safn­ast nú sam­an á álags­tím­um í flug­stöðinni und­an­farn­ar vik­ur, bæði í komu­sal og við inn­rit­un.

Við kom­una til lands­ins þurfa farþegar að fram­vísa bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða fara í sýna­töku og sæta sótt­kví. Flest­ir eru bólu­sett­ir og mynd­ast ör­tröðin vegna þess að tíma tek­ur að fara yfir vott­orðið hjá hverj­um farþega.

RÚV greindi frá því í vik­unni að farþegar biðu jafn­vel í nokkr­ar klukku­stund­ir eft­ir því að kom­ast út úr flug­stöðvar­bygg­ing­unni. Vott­orðin eru skoðuð fram­an við toll­inn hjá komu­sal og því mynd­ast mik­il teppa hjá tösku­belt­un­um.

Sótt­varn­ar­regl­ur gilda ekki í flug­stöðinni

Lítið bil er á milli manna og hafa ein­hverj­ir lýst áhyggj­um af smit­hættu. Sótt­varn­ar­regl­ur, svo sem eins metra regla og sam­komutak­mark­an­ir, gilda ekki í flug­stöðinni sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigðisráðherra.        

Er ekki ástæða til að bregðast við þessu með ein­hverj­um hætti?

„Hverju get­um við breytt? Farþega­fjöld­inn er allt of mik­ill miðað við það sem er verið að gera og af­kasta­get­una. Það er bara þannig,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Hann seg­ir skoðun­ar­stöðvum bólu­setn­inga­vott­orða þegar hafa verið fjölgað úr fimm í átján í vor og að ekki sé hægt að koma fleiri stöðvum fyr­ir.

„Það er ekki hægt að koma fleiri stöðvum fyr­ir þarna eða nokk­urs staðar ann­ars staðar. Þannig að svona er þetta, það er bara of mikið af farþegum miðað við af­kasta­get­una.“

Þannig að þið sjáið ekki færi á að gera nein­ar breyt­ing­ar á þessu?

„Nei. Ekki á meðan þetta eru kröf­urn­ar sem þarf að fram­fylgja og aðstaðan býður ekki upp á annað.“

Skil­ur vel áhyggj­ur fólks

Hann seg­ist skilja vel áhyggj­ur fólks af því að smit­ast af Covid-19 í flug­stöðinni. Reynt hafi verið að flýta fyr­ir ferl­inu með því að koma skoðun PCR-prófa yfir á flugrek­end­ur er­lend­is sem skoði þau áður en farþegar fari í flug.

Væri hægt að skila vott­orðunum inn fyr­ir­fram í gegn­um netið áður en viðkom­andi kæmi til lands­ins?

„Nei, það held ég að gangi aldrei upp. Þú þarft alltaf að tékka á því að sá sem er að ganga út sé bú­inn að skila vott­orði. Þú kemst aldrei hjá því.

En það eru marg­ir komn­ir með ra­f­ræn vott­orð sem er þá fljót­legt að skoða, eru með QR kóða í sím­an­um. Þetta er orðið fljót­legra en það var en farþega­fjöld­inn er bara orðinn svo mik­ill miðað við þetta pláss sem er til umráða og það sem þarf að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka