Fimmtán liggja nú inni á spítala með Covid-19 og þar af hafa þrír verið lagðir inn á gjörgæslu. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í samtali við mbl.is. Í hádeginu í dag var aðeins einn á gjörgæslu með sjúkdóminn.
Einungis tíu gjörgæslurými eru í notkun yfir sumartímann og stafar það af sumarleyfum, en almennt eru tólf rými í notkun. Páll segir faraldurinn þyngja róðurinn fyrir gjörgæsludeildina.
Álag á spítalanum, einkum bráðamóttöku, stafar þó fyrst og fremst af manneklu að sögn Páls og hafa því starfsmenn verið beðnir að stytta sumarleyfi sín líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag.