Velferðanefnd Alþingis kemur saman í dag á fjarfundi til þess að ræða stöðuna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Frá þessu er greint á vef Alþingis.
Gestir fundarins verða Alma Möller landlæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, Már Kristinsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræðum, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Fátítt er að nefndir Alþingis komi saman utan starfsíma þingsins sem hefur nú verið slitið fyrir alþingiskosningar í haust.
Boðað var til fundarins að beiðni minnihluta nefndarinnar.