151 smit innanlands

Fjöldi fólks hefur verið skimaður fyrir Covid-19 í fimmtu bylgju …
Fjöldi fólks hefur verið skimaður fyrir Covid-19 í fimmtu bylgju faraldursins. mbl.is/Oddur

151 kór­ónu­veiru­smit hef­ur greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. Þrjú virk smit greind­ust við landa­mæra­skimun. 

Er það næst­mesti fjöldi inn­an­lands­smita sem greinst hef­ur á ein­um sól­ar­hring hér á landi en þau voru 154 á föstu­dag­inn fyr­ir tæpri viku.  

Af þeim sem greind­ust í gær voru 68 í sótt­kví við grein­ingu, rúm­lega 45%.

Alls eru nú 1.388 í ein­angr­un og 1.988 í sótt­kví.  Átján eru á sjúkra­húsi með veiruna, en þeir voru sex­tán í gær. 

Af já­kvæðum sýn­um í gær greind­ust 133 í ein­kenna­sýna­töku og 18 við sótt­kví­ar- og handa­hófs­skim­an­ir. 94 eru full­bólu­sett­ir og 55 óbólu­sett­ir. Þá er bólu­setn­ing haf­in hjá tveim­ur. 

Upp­safnaður fjöldi inn­lagna á gjör­gæslu vegna Covid-19 hef­ur auk­ist um tvo síðan í gær. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

 



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert