Aðstæður við Sandvatn líkjast Mars

Aðstæður hér eru stórkostlegar, segir Michael Thorpe.
Aðstæður hér eru stórkostlegar, segir Michael Thorpe. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísindamenn frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, hafa síðustu daga sinnt rannsóknum við Sandavatn á Biskupstungnaafrétti, en margt bendir til að staðhættir og náttúrufar þar sé svipað og gerist á Mars.

Á undanförnum árum, nú síðast í febrúar á þessu ári, hafa verið gerðir út leiðangrar til reikistjörnunnar. Þannig hafa fengist mikilvægar upplýsingar og myndefni af aðstæðum, svo sem landslagi þar sem ætla má að í fyrndinni hafi verið ár, ósar og stöðuvötn á víðfeðmum söndum.

Jökulvatn og frystur jarðvegur

Myndir frá Mars eru af vísindamönnum lagðar til samanburðar við hvað finna megi á jörðinni. Veröldin er undir en helst er staðnæmst við Sandvatn, sem er rétt sunnan og vestan við Langjökul og skammt innan við hálendisbrúnina. Úr Eystri-Hagavatnsjökli og Hagavatni rennur jökuláin Farið í Sandvatn. Sandá rennur svo úr vatninu áfram fram í Hvítá skammt fyrir ofan Gullfoss.

„Allar upplýsingar sem við fáum hér eru mikilvægar og gulls ígildi. Að því leyti má segja að hér séum við í gullgrefti. Aðstæður hér eru stórkostlegar og rannsóknirnar svara ýmsum spurningum, þótt geimurinn verði dularfullur,“ segir Michael Thorpe, leiðangursstjóri NASA, í samtali við Morgunblaðið.

Mun ítarlegri umfjöllun má lesa á síðu 14 í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert