Rannsóknarboranir eftir gulli eru að hefjast í Þormóðsdal

Herb Duerr, starfandi forstjóri St-Georges Eco-Mining.
Herb Duerr, starfandi forstjóri St-Georges Eco-Mining. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknarboranir vegna gullleitar eru að hefjast í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Þar mun Bergborun bora 21 rannsóknarholu og sækja borkjarna. Dýpsta holan verður um 500 metra djúp. Þar er kvartsgangur sem geymir gull en tilgangur rannsóknanna er að sjá hvort þar finnist gull í vinnanlegu magni.

„Við gerum okkur vonir um að gullvinnsla hér geti reynst arðbær,“ sagði Herb Duerr, jarðfræðingur og starfandi forstjóri kanadíska náma- og endurvinnslufélagsins St-Georges Eco-Mining Corp. Það er móðurfélag Iceland Resources ehf. Félagið leggur áherslu á að námavinnsla þess sé sjálfbær og umhverfisvæn. Auk gullleitar á Íslandi er St-Georges Eco-Mining að þróa umhverfisvæna aðferð til að endurvinna rafhlöður m.a. úr rafbílum.

Iceland Resources ehf. hefur aflað sér rannsóknargagna og sýna frá gullleit fyrri tíma hér á landi. Búið er að rýna þessi gögn á ný og rannsaka sum sýnin aftur. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, sagði að gerð verði formleg skýrsla unnin samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um rannsóknirnar í sumar. Í kjölfarið verða ákvarðanir um framhaldið teknar á grundvelli niðurstöðu skýrslunnar. Slík skýrsla hefur ekki verið gerð áður um gullleit á Íslandi. Stefnt er að því að ljúka gerð skýrslunnar síðar á þessu ári og verður hún þá birt opinberlega er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert