Skjálftahrina við Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Um þrjá­tíu og fimm jarðskjálft­ar hafa mælst Suðsuðaust­ur af Gríms­ey í nótt og í morg­un. 

Að sögn Bjarka Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðings á vakt hjá Veður­stofu Íslands, er yf­ir­ferð skjálft­anna ekki lokið 

„Það er eng­inn órói eða neitt. Bara hefðbund­inn skjálfta­virkni. Það hef­ur eng­in til­kynn­ing borist okk­ur um að vart hafi orðið um skjálfa í byggð í Gríms­ey. Gríms­ey­ing­ar eru van­ir að finna smá virkni og til­kynnta oft ekki skjálfta und­ir þrem­ur að stærð, nema hann sé mjög ná­lægt byggð,“ seg­ir Bjarki. 

Hann kveðst ósann­færður um að skjálft­ar yfir þrem­ur að stærð muni mæl­ast á svæðinu í eða eft­ir þessa hrinu. 

Jarðskjálftar á Íslandi síðasliðna tvo sólarhringa.
Jarðskjálft­ar á Íslandi síðasliðna tvo sól­ar­hringa. Skjá­skot
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert