Um þrjátíu og fimm jarðskjálftar hafa mælst Suðsuðaustur af Grímsey í nótt og í morgun.
Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands, er yfirferð skjálftanna ekki lokið
„Það er enginn órói eða neitt. Bara hefðbundinn skjálftavirkni. Það hefur engin tilkynning borist okkur um að vart hafi orðið um skjálfa í byggð í Grímsey. Grímseyingar eru vanir að finna smá virkni og tilkynnta oft ekki skjálfta undir þremur að stærð, nema hann sé mjög nálægt byggð,“ segir Bjarki.
Hann kveðst ósannfærður um að skjálftar yfir þremur að stærð muni mælast á svæðinu í eða eftir þessa hrinu.