Bólusettir með tengsl við Ísland verða skimaðir

Ráðherrabústaðurinn í dag.
Ráðherrabústaðurinn í dag. mbl.is/Unnur Karen

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag, að tillögu sóttvarnalæknis, að taka upp skimun á landamærunum hjá bólusettum einstaklingum með tengslanet á Íslandi eða önnur tengsl við landið, s.s. þeir sem hyggja á langtímadvöl eða ætla að sækja um starf hérlendis. 

Ákvörðunin tekur gildi 16. ágúst. Bólusettir með tengsl hér á landi verða þá skyldaðir til þess að fara í sýnatöku innan 48 klukkustunda frá komunni til landsins. 

Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að einstaklingar með tengsl við Ísland séu:

  • Íslenskir ríkisborgarar
  • Einstaklingar búsettir á Íslandi
  • Einstaklingar með atvinnuleyfi á Íslandi
  • Umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi

Ekkert ákveðið um framhald innanlands

Umræddir farþegar munu ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að fólk fari annað hvort í hraðpróf eða PCR-próf, en nánara fyrirkomulag verður unnið í samráði við sóttvarnalækni.

Fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hertar takmarkanir innanlands, né heldur hvað taki við 13. ágúst þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert