Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. mbl.is/Eggert

„Það hefði verið óábyrgt að ætla að halda slíkan fund í þessu ástandi,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, en ákveðið hefur verið að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugað var að halda 27. ágúst næstkomandi. Ekki hefði verið unnt að halda fundinn með hefðbundnum hætti vegna samkomutakmarkana.

Ákvörðun um þetta var tekin á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem lauk fyrir skemmstu. „Það hafa um 1.800 manns seturétt á landsfundi og þetta er jafnan um 1.200-1.300 manna samkoma. Slíkt rúmast ekki innan núverandi takmarkana.“

Þórður segir við mbl.is að í staðinn verði boðað til formanna- og flokksráðsfundar um sömu helgi. Sá fundur verður rafrænn og hafa um 700 manns seturétt á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert