„Þetta er endemis þvæla sem er komin í hring.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um þær nýju aðgerðir sem tilkynntar voru að loknum löngum fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
„Fólki var sagt að fá bólusetningu til að geta ferðast. Lög og reglur settar til að undanþiggja bólusetta skimun,“ skrifar hún á Twitter.
„Mörg þúsund manns virðast „hafa í sér veiruna“. Að skima á landamærum nú mun ENGU breyta,“ bætir hún við og spyr einnig:
„En að láta bara sýnatökumenn banka upp á tilviljanakennt á heimilum fólks og taka sýni? Verður það ekki örugglega kosningaloforð allra flokka?“
Sigríður bendir einnig á að ferðamenn með engin tengsl við Ísland verði ekki skimaðir.
„Hvað varð um „smitin eru rakin til landamæranna”, „franska parið”… Þetta er endemis þvæla sem komin er í hring.“
Því næst segir hún að um sé að ræða sorglega frammistöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins „í þessu leikriti“. Hún sé ekki hissa á því að þeir styðji grímuskyldu.
En ferðamennirnir verða ekki skimaðir. Hvað varð um ,,smitin eru rakin til landamæranna”, ,,franska parið”…
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) August 6, 2021
Þetta er endemis þvæla sem komin er í hring. Sorgleg frammistaða ráðherra @sjalfstaedis í þessu leikriti. Ekki hissa að þeir styðji grímuskyldu.