Endurskoða aðferðir við mat hótela

Þjóðskrá tekur matsaðferð við fasteignamat til endurskoðunar.
Þjóðskrá tekur matsaðferð við fasteignamat til endurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurður yfirfasteignanefndar í máli B59 hótels í Borgarnesi og aðgangur Þjóðskrár að leigusamningum um atvinnuhúsnæði verður til þess að Þjóðskrá tekur til endurskoðunar matsaðferð hótela og gistiheimila.

Tekin er upp tekjumatsaðferð sem grundvallast mikið á sölu- og leigusamningum í stað aðferðar þar sem reynt er að nálgast byggingarkostnað.

Erfitt hefur verið að nota fyrrnefndu aðferðina þar sem fáir kaup- og leigusamningar liggja fyrir um hótel og gistiheimili, sérstaklega á landsbyggðinni.

Forstjóri Þjóðskrár segir að markmiðið með breytingunni sé að stuðla að samræmi í fasteignamati og tryggja að matið endurspegli gangverð eigna sem best.

Lesa má nánari umfjöllun í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert