MA í samstarfi við læknadeild í Slóvakíu

Menntaskólinn á Akureyri er nú í samstarfi við Læknadeild Comenius …
Menntaskólinn á Akureyri er nú í samstarfi við Læknadeild Comenius háskólans í Slóvakíu. mbl.is/Sigurður Bogi

Jessenius-læknadeild Comenius-háskólans í Martin í Slóvakíu og Menntaskólinn á Akureyri eru nú í gagnkvæmu samstarfi til þess að efla menningar- og menntastarf á milli þjóðanna.

Comenius-háskólinn hefur verið vinsæll á meðal íslenskra læknanema. Nú stunda þar um 170 íslenskir nemendur nám.

Með samstarfinu er fyrirhugað að setja á laggirnar vinnustofur, meðal annars vinnustofu í Martin með áherslu á íslenskar þjóðsögur og vinnustofu með áherslu á menningu Slóvakíu á Akureyri. Samstarfið er fjármagnað af Evrópska efnahagssvæðinu og styrkjum frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Þá hafa Akureyrarbær og Martin-borg aukið samstarf sitt en borgarstjóri Martin, Ján Danko, heimsótti Akureyri fyrir heimsfaraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert