106 kórónuveirusmit greindust innanlands

Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Árni Sæberg

106 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. 62 voru utan sóttkvíar við greiningu en 44 voru í sóttkví. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 24 eru á sjúkra­húsi með veiruna og hefur þeim því fjölgað um sex á milli daga.

Ekki hefur verið gefið út hversu margir þeirra sem greindust í gær voru bólusettir. Þær tölur verða gefnar út fyrir klukkan 16:00. 

Eitt virkt smit greindist við landamærin.

4,26% sýna jákvæð

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 429.

Aðeins hefur fækkað í sóttkví og einangrun á milli daga en 1.348 eru í einangrun og 2.232 í sóttkví. Þá eru 1.023 í skimunarsóttkví.

Tæplega 4.000 sýni voru tekin í gær og var hlutfall jákvæðra sýna 4,26%.

Fréttin hefur verið uppfærð

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert