Banaslys í Súlum í Stöðvarfirði

Ljósmynd/mbl.is

Átján ára frönsk stúlka lést er hún féll niður bratta hlíð við göngu í Súlum í Stöðvarfirði í gær. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Austurlandi.

Tilkynning barst lögreglu um klukkan 17 og voru lög­regla, björg­un­ar­sveit­ir, sjúkra­lið á Aust­ur­landi og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar ræst út. 

Konan var hluti af sjálfboðaliðahópnum Veraldarvinum sem unnið hafa sjálfboðaliðastarf á Austurlandi í fjölda ára, að sögn lögreglunnar. 

Í færslu lögreglunnar á Austurlandi segir að aðstæður á vettvangi hafi verið erfiðar og ljóst að björgunaraðilar unnu þrekvirki við störf sín.

Lögreglan á Austurlandi vinnur að rannsókn slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert