Bandaríkin mæla gegn ferðalögum til Íslands

Sóttvarnastofnun Banda­ríkj­anna hef­ur hækkað hættumat sitt vegna ferða til Íslands.
Sóttvarnastofnun Banda­ríkj­anna hef­ur hækkað hættumat sitt vegna ferða til Íslands. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Bandaríkjamönnum er nú ráðlagt að ferðast ekki til Íslands eftir að Sóttvarnastofnun Banda­ríkj­anna (CDC) hækkaði hættumat sitt. Landið er nú á hæsta hættu­stigi stofnunarinnar, en stig­in eru fjög­ur.

Þeir sem þurfa að ferðast til landa sem eru á þessu hættustigi eiga að vera fullbólusettir samkvæmt fyrirmælum stofnunarinnar. 

Sóttvarnastofnunin uppfærði listann í dag en auk Íslands bættust sjö ríki við, meðal annars Frakkland og Ísrael. Lönd sem eru á listanum hafa nýgengi smita yfir 500 af 100.000 íbúum á und­an­förn­um 28 dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert