Fólk leggur traust á bólusetninguna

Fyrsta bólusetning á hjúkrunarheimili fór fram 29. desember síðastliðinn.
Fyrsta bólusetning á hjúkrunarheimili fór fram 29. desember síðastliðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Covid-19-smit hafa nú greinst á þó nokkrum hjúkrunarheimilum, meðal annars á Grundarheimilunum, á Dyngju á Egilsstöðum og á Eir. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Eir, segir að heimilsmenn og aðstandendur taki smiti hjá starfsmanni, sem greindist í liðinni viku, með stóískri ró.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar við hringdum í alla og upplýstum um að það væri komið upp smit þá var það eiginlega það sem fólk bjóst við. Við höfum verið frekar heppin fram að þessu,“ segir Þórdís, en heimsóknarbann tók gildi á deildinni sem starfsmaðurinn starfar á til miðvikudags.

Hún segist ekki finna fyrir mikilli hræðslu við smit hjá heimilismönnum. „Fólk leggur traust á bólusetninguna og komandi örvunarskammt. Almennt eru íbúar og aðstandendur mjög þakklátir fyrir að örvunarskammturinn sé handan við hornið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert