Kanna hverasvæði í hafinu

Meira lífríki er á svæðunum en áður var talið.
Meira lífríki er á svæðunum en áður var talið. Ljósmynd/Hrönn Egilsdóttir

Hollenska rannsóknarskipið Pelagia fór í rannsóknarleiðangur í júlí til að skoða neðansjávarhverasvæði norður af Íslandi. Í leiðangrinum var notast við ómannaðan kafbát til að safna sýnum af lífríki, m.a. til að öðlast betri skilning á þróun tegunda.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur og ein rannsakenda, segir margt ókannað á þessu svæði og niðurstöður leiðangursins leiði í ljós að mun meira lífríki sé á þessum svæðum en áður var haldið. Þá setur Hafrannsóknastofnun einnig af stað langtímavöktun á lífríkinu fyrir norðan Ísland til þess að skilja betur áhrif loftslagsbreytinga og súrnun sjávar.

„Við höfum í raun og veru ekki hugmynd um áhrifin af því að það er ekkert búið að skoða þetta lífríki sem er líklega viðkvæmast.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert