Komin áætlun um þriðja skammt fyrir viðkvæma hópa

Byrjað verður á þeim sem eru áttræðir eða eldri og …
Byrjað verður á þeim sem eru áttræðir eða eldri og búa sjálfstætt. Þá verða aðrir ónæmisbældir bólusettir og endað á fólki á aldrinum sextíu til sjötíu og níu ára mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyr­ir lok sept­em­ber­mánaðar verður búið að end­ur­bólu­setja Jans­sen-þega, bólu­setja börn á aldr­in­um tólf til fimmtán ára og gefa viðkvæm­um hóp­um, öldruðum og ónæm­is­bæld­um þriðja skammt­inn af bólu­efni. 

Þetta staðfest­ir Kamilla S. Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varn­ar­lækn­is, í sam­tali við mbl.is. Hún skilaði inn minn­is­blaði til ráðuneyt­is­ins fyr­ir helgi þar sem fram kom áætl­un sótt­varna­yf­ir­valda um bólu­setn­ingu þess­ara hópa.

„Við höf­um í for­gangi að full­bólu­setja hópa áður en við gef­um þriðja skammt­inn,“ seg­ir hún og á þá við örvun­ar­skammt­ana sem Jans­sen-þegar munu fá í næstu viku og grunn­bólu­setn­ingu barna á aldr­in­um tólf til fimmtán ára. 

Börn­in fyrst, svo aldraðir og ónæm­is­bæld­ir

Það tók tíma að móta skipu­lag í tengsl­um við síðar­nefnda hóp­inn. „Það þarf að koma upp­lýs­ing­um til allra sem málið varðar, börn eiga að geta haft skoðun á því hvað er gert þótt þau þurfi samþykki for­eldra til að þiggja bólu­setn­ingu.“

Það þurfti að móta upp­lýs­ing­ar fyr­ir ung­menni þar sem fram kæmu rök fyr­ir bólu­setn­ing­un­um og hvaða auka­verk­an­ir kynnu að fylgja í kjöl­farið.

Þegar búið verður að ból­setja börn­in verður ráðist í bólu­setn­ing­ar á ónæm­is­bæld­um og öldruðum. Byrjað verður á þeim sem eru átt­ræðir eða eldri og búa sjálf­stætt. Þá verða aðrir ónæm­is­bæld­ir bólu­sett­ir og endað á fólki á aldr­in­um sex­tíu til sjö­tíu og níu ára, sem býr sjálf­stætt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert