Lífverðir bönnuðu þeim að fara út á kvöldin

Þeir félagar Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson réðust í það stórverkefni að gera heimildamynd um Osama Bin Laden eftir árásina á tvíburaturnana í New York. Þeir komust eftir nokkurn tíma í samband við mann sem gat vísað þeim á þennan eftirsóttasta hryðjuverkamann í heiminum.

Enginn var tilbúinn að taka upp þennan þráð þrátt fyrir að verðlaunafé til höfuðs Bin Laden væri 52 milljónir dollara. 

Þeir félagar ferðuðust víða um Austur-Evrópu til að finna mögulegar slóðir Bin Ladens. Þar voru þeir með lífverði við hvert fótmál enda eltir hvert sem þeir fóru af leðurjakkamönnum. Þeir voru ekki hræddir á þessum tíma, en síðar, þegar rann upp ljós fyrir þeim út í hvaða pytt þeir höfðu hætt sér, þá fór um þá félaga.

Þeir ræða kvikmyndagerð á Íslandi og fortíð og framtíð í bransanum við Eggert Skúlason í Dagmálaþætti dagsins. Þeir eru höfundar vinsælustu grínmyndar síðasta árs og eru búnir að taka upp framhaldsmyndina.

Þátturinn er aðgengilegur öllum áskrifendum Morgunblaðsins og hægt er að kaupa vikupassa til að fylgjast með Dagmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert