Risahvönn herjar á Grafarvogsbúa

mbl.is/Ófeigur

Stórar breiður risahvannar vaxa nú við Gullinbrú í Grafarvogi auk þess sem þær þvera nýlegan göngustíg nærri Kelduholti við botn Grafarvogs. Þorsteinn Jónsson vekur athygli á málinu í íbúahópi Grafarvogs og bendir á að safi úr þeim valdi slæmum bruna ef hann kemst í snertingu við húð.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Borgin hefur ekki fjarlægt þær heldur einungis skorið stönglana niður en þá er hætt við því að þær haldi áfram að mynda fræ og jafnvel að þeir fræbelgir sem eru skornir niður nái að þroskast og þar af leiðandi fjölga plöntunni enn frekar,“ segir Þorsteinn og bendir á að þessi lausn sé hættuleg þar sem fólk þekki hvönnina helst af fræsveipunum.

Erfitt að losna við plöntuna

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir ekki nægja að skera plöntuna niður: „Það er erfitt að losna við þessa plöntu. Það þarf að minnsta kosti að slá þetta í nokkur ár. Stundum dugar það þó ekki og þá er eina leiðin að uppræta bara og taka allt í burtu. Það er hins vegar mjög erfitt og kostnaðarsamt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert