Bifreið og vespa skullu saman á öðrum tímanum í nótt í Mosfellsbæ. Tveir unglingar voru á vespunni, 13 og 14 ára gamlir, og kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar var einnig undir lögaldri, eða 17 ára gamall.
Unglingarnir á vespunni slösuðust og voru fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað um meiðsl unglinganna.
Ökumaður bifreiðarinnar fór af vettvangi en sneri aftur. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án gildra ökuréttinda. Málið er nú unnið með aðkomu foreldra.