Boða ekki til vinnustöðvunar að svo stöddu

Flugumferðarstjóri að störfum.
Flugumferðarstjóri að störfum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Félag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur ákveðið að boða ekki vinnustöðvunar að svo stöddu. Þetta staðfestir Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, í samtali við mbl.is.

Til­laga um fimm sjálf­stæðar vinnu­stöðvan­ir var samþykkt með mikl­um meiri­hluta á meðal flug­um­ferðar­stjóra á fundi í gær­morg­un. 

„Fyrsta vinnustöðvunin hefði átt að gerast innan nokkurra klukkutíma héðan í frá en það var ákveðið að boða hana ekki,“ segir Arnar. 

Heimildir fyrir fimm vinnustöðvunum

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ljósmynd/Aðsend

Næsti sátta­fund­ur er fyr­ir­hugaður á föstu­dag­inn. 

„Við mætum á hann undirbúin eins og á aðra fundi og erum bjartsýn á áframhaldandi gang þó hægur sé.“

Arnar segir að ekki sé búið að ákveða hvort boðað verði til vinnustöðvunar ef sáttir nást ekki á föstudag. 

„Við erum með heimildir fyrir fimm sjálfstæðum vinnustöðvunum. Það hefur ekki einu né neinu verið hótað. Tíminn leiðir það í ljós hvað gerist á föstudag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert