Fleyttu kertum til minningar um fórnarlömbin

Kertafleyting fór fram á Reykjavíkurtjörn í kvöld.
Kertafleyting fór fram á Reykjavíkurtjörn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kertafleyting fór fram á Reykjavíkurtjörn í kvöld en 76 ár eru síðan kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí árið 1945. Þremur dögum fyrr fengu íbúar Hírósíma sömu örlög. Talið er að á bilinu 130 þúsund til 225 þúsund manns hafi látið lífið í árásunum.

Fórnarlamba kjarnorkuárásanna var minnst.
Fórnarlamba kjarnorkuárásanna var minnst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í 36 ár hefur samstarfshópur friðarhreyfinga staðið fyrir kertafleytingu á tjörninni til að minnast fórnarlambanna og til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. 

Fundarstjóri við athöfnina í kvöld var Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur og Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur flutti ávarp. 

Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur flutti ávarp.
Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur flutti ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon
Talið er að á bilinu 130 til 225 þúsund hafi …
Talið er að á bilinu 130 til 225 þúsund hafi látið lífið í kjarnorkuárásunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal þeirra sem voru viðstaddir athöfnina var Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi. Á Twitter setti hann inn skilaboðin: „Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert