Framlengja núgildandi aðgerðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gildandi sóttvarnaráðstafanir verða framlengdar um tvær vikur frá og með laugardeginum 14. ágúst og gilda til 27. ágúst. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Áfram verða því 200 manna samkomutakmörk, eins metra regla og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægðartakmörkum. Þá segir Svandís að samkomutakmarkanir muni einnig taka til skólastarfs en grímuskylda verður þó minni. Yngri nemendur munu taka grímu niður þegar sest er niður í skólastofu.

Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund í Grindavík.
Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verði í samráði við skólasamfélagið

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að tekið verði mið af þessu og nú verði fundað með skólasamfélaginu til að útfæra þetta eins og hentar hverjum og einum. Almennar reglur verði útfærðar í samráði við skólasamfélagið. 

Rík­is­stjórn­ar­fund­ur var haldinn í morg­un í Salt­hús­inu í Grinda­vík þar sem inn­an­landsaðgerðir, fyr­ir­komu­lag skóla­starfs og bólu­setn­ing­ar voru rædd­ar. Vinnufund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar var síðan hald­inn í Duus Safna­hús­inu í Reykja­nes­bæ eft­ir há­degi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert