Listaháskólinn flytur í Tollhúsið

Listaháskóli Íslands fær afnot af Tollhúsinu.
Listaháskóli Íslands fær afnot af Tollhúsinu. mbl.is/Ófeigur

Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að Listaháskóli Íslands fái til afnota húsnæði í Tryggvagötu 19, þar sem Tollstjóri var áður til húsa.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að niðurstaða Framkvæmdasýslu ríkisins sé að Tollhúsið mæti vel fjölbreyttum þörfum skólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, en gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið. Þá er nálægð við aðrar mennta- og menningarstofnanir og fyrirtæki í nýsköpunargreinum einnig sögð dýrmæt fyrir starfsemi skólans.

Fyrirhugað er að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem kynnt verður á haustmánuðum.

Aðgerðin er ein af fimm úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til eflingar skapandi greinum. Sett verður á fót sérstakt markaðsráð Skapandi Íslands, stofnað verður rannsóknarsetur skapandi greina við Bifröst, Hagstofan mun birta menningarvísa og ritað hefur verið undir samning stjórnvalda og Listaháskólans um kvikmyndanám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert