Myndskeið: Gígurinn barmafullur af kviku

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag var flogið yfir gíginn í eldgosinu í Geldingadölum með dróna til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á Facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 

Í færslunni segir að gígurinn sé barmafullur af kviku og byrjað sé að flæða yfir barmana niður í átt að Geldingadölum sem og í átt að Syðri-Meradal. Aðalrásin liggur hins vegar enn niður í Meradali nyrðri.

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert