Nýjar sprungur í Gónhóli

Sprungurnar sem um ræðir.
Sprungurnar sem um ræðir. Mynd/Veðurstofa Íslands

Nýj­ar sprung­ur sjást nú í Gón­hóli ná­lægt eld­stöðvun­um við Fagra­dals­fjall. Þær virðast hafa mynd­ast á síðastliðnum tveim­ur vik­um.

Lík­lega eru þetta tog­sprung­ur sem raða sér nyrst í Gón­hóli í stefnu kviku­gangs­ins, suðaust­ur af meg­in­gígn­um, að því er seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

Svæðið, sem var fjöl­far­inn út­sýn­is­staður við eld­stöðvarn­ar, er núna um­lukið hrauni og ein­ung­is aðgengi­legt á þyrl­um.

Nokkr­ar kenn­ing­ar hafa verið nefnd­ar um hvað veld­ur sprung­un­um, til að mynda litl­ir jarðskjálft­ar, sig í kjöl­far minnk­andi kvikuþrýst­ings eða hraun­fargið sem um­lyk­ur hól­inn.

Fylg­ist stöðugt með þróun mála

Ekki er hægt að úti­loka að sprungu­mynd­an­irn­ar séu til marks um að kvika sé að fær­ast nær yf­ir­borði við Gón­hól. Ef hún ger­ir það má gera ráð fyr­ir að sprung­urn­ar gliðni enn frek­ar og að gas og guf­ur sjá­ist stíga upp úr þeim.

Við slík skil­yrði er ekki ráðlegt að vera á Gón­hóli og bein­ir Veður­stof­an þeim til­mæl­um til þyrluflug­manna sem lenda þar að gæta varúðar.

„Ef til þess kem­ur að nýj­ar gossprung­ur opn­ist á Gón­hóli þá hef­ur það ekki af­ger­andi áhrif á áður út­gefn­ar sviðsmynd­ir um fram­vindu eld­goss­ins. Veður­stof­an, líkt og und­an­farna mánuði, fylg­ist stöðugt með þróun mála við eld­stöðvarn­ar,“ seg­ir á vefn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert