Óska eftir fleirum í bakvarðasveit

Bakvarðasveitin var endurvakin þann 23. júlí
Bakvarðasveitin var endurvakin þann 23. júlí mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir fleirum á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Sérstaklega er óskað eftir hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum. Sem stendur eru 120 á skránni úr tíu stéttum heilbrigðisþjónustu.  

„Heilbrigðisstofnanir, einkum Landspítali, eru nú undir miklu álagi vegna Covid-19 og því þörf á frekari stuðningi við mönnun. Heilbrigðisráðuneytið hvetur heilbrigðisstarfsfólk sem vill og getur ráðið sig til tímabundinna starfa í heilbrigðisþjónustu ef eftir því er óskað, til að skrá sig í bakvarðasveitina,“ segir í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins.

Bakvarðasveitin var endurvakin þann 23. júlí vegna fjölgunar greindra smita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert