Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Móskarðshnjúka í Mosfellssveit um áttaleytið í kvöld ásamt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitum.
Karlmaður hafði ökklabrotnað við göngu á toppi fjallsins.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu tók björgunin um einn og hálfan tíma og er maðurinn nú í aðhlynningu á Landspítala.